Samstarfsaðilar

Fjölskylduland mun vera í samstarfi við fjölbreyttan hóp fagfólks sem mun bjóða fjölskyldum upp á meðferðir, fræðslu og stuðning. Með gleði kynnum við fyrir ykkur stofnendur og samstarfsaðila Fjölskyldulands. Listinn er ekki tæmandi og ef þið hafið áhuga á að taka þátt og verða hluti af verkefninu er um að gera að hafa samband við okkur með því að senda póst á  fjolskylduland@fjolskylduland.is

Hreyfiland

Krisztina G. Agueda er stofnandi Fjölskyldulands.

Krisztina er hreyfiþjálfi sem sérhæfir sig í hreyfiþroska ungra barna. Hún hefur rekið Hreyfiland – fjölskylduvæna líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu – í meira en tvo áratugi. Hreyfiland býður upp á þroskandi hreyfitíma fyrir ungabörn og börn frá 3ja mánaða til 6 ára aldurs, auk markvissrar meðferðar fyrir börn með þroskafrávik.

Hreyfiland mun halda sinni starfsemi áfram í Fjölskyldulandi. Boðið verður upp á námskeið þar sem löggð verður áhersla á hreyfingu og frjálsan leik. Þessi námskeið eru fyrir öll börn og styðja ekki bara við hreyfiþroska þeirra, heldur allan þroska. Hreyfiland býður einnig upp á einstaklingsmiðaða þjálfun ætlaða börnum með þroskafrávik eða annan vanda.

Þorpið Tengslasetur

Þorpið tengslasetur er okkar mótsvar við þeirri miklu streitu sem einkennir samfélagið og hefur afgerandi áhrif á börn og fjölskyldur þeirra, það byggir á hugmyndinni “það þarf þorp til að ala upp barn.”

Þorpið er vettvangur sem styður við tengslamyndun fjölskyldna í gegnum ýmis konar viðburði, námskeið og einstaklingsþjónustu sem er bæði í raun- og netheimum. Við leggjum mikla áherslu á að styðja foreldra í sinni vegferð til þess að þeir hafi sem besta möguleika til að vera þeir öruggu leiðtogar í lífi barnanna sinna þau eiga skilið.

Þess vegna bjóðum við bæði upp á viðburði þar sem foreldrar og börn njóta saman og þar sem foreldrar eru einir og sér. Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt en snúa öll að tengslum við sig, börnin eða umhverfið.

Kjarni Þorpsins tengslasetur er Co-Creator samfélagið sem er fullt af skapandi og ástríðufullum einstaklingum sem trúa á heilbrigðara samfélag. Þeir vilja leggja sitt af mörkum með því að lifa í takt við sína ástríðu og deila einstakri sýn og hæfileikum með börnum og fjölskyldum þeirra.

Alda er meðstofnandi Þorpsins tengslaseturs og mamma. Hún hefur starfað sem iðjuþjálfi á geðsviði og með börnum og brennur fyrir forvörnum í æsku og stofnaði hagsmunasamtökin Fyrstu fimm í þeim tilgangi.

Sólveig Kristín er meðstofnandi Þorpsins tengslaseturs. Hún er menntuð sem iðjuþjálfi og hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að finna sinn tilgang. Sólveig á tvö börn sem eru drifkraftur hennar til þess að byggja heilbrigðara og hamingjusamara samfélag.

Sigrún Birna Kristjánsdóttir er hluti af frábæru teymi Þorpsins tengslaseturs. Hún er með masters gráðu í lögfræði og er doulu nemi, hún hefur ástríðu fyrir því að kafa ofan í leyndardóma þess magnaða ferlis sem meðganga, fæðing og sængurlega er.

Viktória Komjáti

Viktoria Komjáti var markaðsstjóri hópfjármögnunarátaks Fjölskyldulands og skapari þessa vefs.

Viktoria er menntuð sem kennari og með brennandi áhuga á markaðsmálum. Sem móðir ungs barns, fullt af orku og hreyfiþörf veit hún af eigin raun hversu mikil þörf er á innanhúsleiksvæði í Reykjavík. Hún er fullviss um að hugmyndin muni selja sig sjálf en mun leggja sitt af mörkum við að breiða út boðskapinn.