Samstarfsaðilar

Fjölskylduland mun vera í samstarfi við fjölbreyttan hóp fagfólks sem mun bjóða fjölskyldum upp á meðferðir, fræðslu og stuðning. Með gleði kynnum við fyrir ykkur stofnendur og samstarfsaðila Fjölskyldulands. Listinn er ekki tæmandi og ef þið hafið áhuga á að taka þátt og verða hluti af verkefninu er um að gera að hafa samband við okkur með því að senda póst á  fjolskylduland@fjolskylduland.is

Hreyfiland

Krisztina G. Agueda er stofnandi Fjölskyldulands.

Krisztina er hreyfiþjálfi sem sérhæfir sig í hreyfiþroska ungra barna. Hún hefur rekið Hreyfiland – fjölskylduvæna líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu – í meira en tvo áratugi. Hreyfiland býður upp á þroskandi hreyfitíma fyrir ungabörn og börn frá 3ja mánaða til 6 ára aldurs, auk markvissrar meðferðar fyrir börn með þroskafrávik.

Hreyfiland mun halda sinni starfsemi áfram í Fjölskyldulandi. Boðið verður upp á námskeið þar sem lögð verður áhersla á hreyfingu og frjálsan leik. Þessi námskeið eru fyrir öll börn og styðja ekki bara við hreyfiþroska þeirra, heldur allan þroska. Hreyfiland býður einnig upp á einstaklingsmiðaða þjálfun ætlaða börnum með þroskafrávik eða annan vanda.

Cocobutts

Við erum með taubleyju búðina Cocobutts í Fjölskyldulandi. Við erum hugsjónakonur sem höfum þá sýn að leiðarljósi að skapa betri og umhverfisvænni heim fyrir börnin okkar. 

Við hjálpum foreldrum að byrja, vaxa og dafna í taui. Cocobutts fæddist þann 28.nóvember árið 2020. Síðan þá höfum við hjálpað yfir 500 fjölskyldum að byrja og dafna í taui og erum hvergi nærri hættar!

Ert þú til í tauið?

BÓKAÐU RÁÐGJÖF og kíktu til okkar í Fjölskylduland!

Léna - Hands-On-Health

 

Ég heiti Léna og ég kenni ungbarnanudd! Ég hef búið í Ungverjalandi, Hollandi og Íslandi. Ég hef verið að læra og æfa Thai Yoga nudd síðan 2017 hjá ITM skólanum fyrir Thai Yoga nudd í Amsterdam (Hollandi) OG Chiang Mai (Tæland). Eftir að hafa tekið iðnám í norður Tælandi fyrir nokkrum árum, árið 2020, varð ég löggiltur Thai Yoga nuddkennari. Mín námskeið eru kennd á ensku. Hlakka til að sjá ykkur í ungbarnanuddi í Fjölskyldulandi! 
Sjá nánar á heimasíðu hands-on-health, bókaðu tíma hér!

Markéta Foley er löggiltur jóga- og Qigong kennari, verkfræðingur og mamma. Markéta, er vön að gera mörg verkefni í einu með mismunandi hlutverk og ábyrgð og veit því persónulega hversu auðvelt það er að gleyma sjálfum sér. Áhersla hennar hjá Fjölskyldulandi er að styðja fullorðna fjölskyldumeðlimi við að sjá um sjálfan sig í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur. Markéta býður upp á Qigong, jóga, líkamsrækt og núvitundariðkun, sem geymir pláss fyrir endurheimt ofnotkunar orku og ræktun nærveru. Færnin sem hún deilir stuðlar að hlýrri og innihaldsríkari tengslum innan fjölskyldna.

 

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir eru stofnendur og eigendur Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Menntun þeirra er margþætt en hafa þær lokið diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu og eru með kennararéttindi í núvitund og djúpslökun. Unnur er einnig með háskólapróf í viðskiptafræði og Hrafnhildur grunnskólakennari að mennt.

Hugarfrelsi sérhæfir sig í vellíðan barna. Á vegum Hugarfrelsis eru haldin námskeið og fyrirlestrar þar sem börnum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi. Á undanförnum árum hefur aðferðafræði Hugarfrelsis verið innleidd í tugi leik- og grunnskóla víðsvegar um landið við góða raun þar sem aðferðirnar henta mjög vel í skólastarfi. Efni Hugarfrelsis á erindi í allt skólastarf hvort sem um er að ræða hefðbundna kennslu, námsráðgjöf, stuðning eða frístunda- og félagsmiðstöðvastarf. Hugarfrelsi hefur gefið út töluvert af kennsluefni svo sem bækur, netnámskeið, spil og spjöld til að draga úr kvíða og streitu og efla sjálfstraust og jákvæðni nemenda sem er mikilvægt í skólastarfi.