Gallerí

Kynningar í Fjölskyldulandi – sept 2022

Kynningar voru haldnar hjá okkur dagana  19., 21.og 23. september. Fjöldi gesta kom á allar kynningar þar sem kynnt voru námskeiðin Snillingafimi (fyrir 3ja til 12 mánaða börn) og Hreyfifimi (fyrir 1 – 3ja ára börn). Sorina Ratkiene Photography tók þessar fínu myndir.

Uppbyggingu Fjölskyldulands fagnað – júli 2022

Stórum áfanga er náð hjá okkur, uppbyggingu Fjölskyldulands er lokið og við fögnuðum því að sjálfsögðu með formlegum hætti. Rekstur í húsnæðinu hefst um leið og öll tilskilin leyfi eru tilbúin, vonandi ekki síðar en í haustbyrjun.

Eliza Reid forsetafrú heiðraði okkur með nærveru sinni og tilkynnti Fjölskylduland tilbúið með því að klippa á borða. Við erum Elizu afar þakklát fyrir hennar góða stuðning við starfsemi Fjölskyldulands. Sorina Ratkiene Photography fangaði augnablikið og góðu stemminguna.

Reisum Fjölskylduland, seinni fjáröflun – apríl 2022

Seinni fjáröflunin okkar fór fram þann 13. april, 2022, og snerist um byggingu innandyra tréhússins okkar, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Húsið er búið til úr 100% endurvinnanlegu efni og kemur með ECO vottun. Það tókst ákaflega vel til, mikill fjöldi fólks kom í heimsókn til okkar og við söfnuðum 500.000 kr. þennan dag. Við erum ykkur afar þakklát fyrir stuðninginn og vonum að þið njótið myndana sem hér eru meðfylgjandi og voru teknar af Sorina Ratkiene Photography á meðan á viðburðinum stóð.  

Reisum Fjölskylduland, fyrri fjáröflun – apríl 2022

Fyrsta fjáröflunin, 2. apríl 2022, fór fram úr okkar björtustu vonum. Við gerðum okkar besta við að skapa skemmtilegt og spennandi umhverfi fyrir litlu gestina okkar. Það má með sanni segja að pop-up leikvöllurinn hafi slegið í gegn – bæði börn og fjölskyldur elskuðu hann! Safnað var yfir 600.000 kr þann daginn og við fengum að kynnast fullt af frábæru fólki og fjölskyldum. Viðtökurnar voru einstaklega góðar og sú hvatning sem þið gáfuð okkur til að halda áfram, fyrir það erum við mjög þakklát. Hér eru fallegu myndirnar sem Sorina Ratkiene Photography tók fyrir okkur.

Sjáumst á næsta viðburði, sem mun verða fyrr en síðar!