Heil og sæl kæru vinir!
Það er margt búið að gerast í Fjölskyldulandi síðustu vikur eða frá því við opnuðum.
Við erum t.d. í fullum undirbúningi að skipuleggja þemadaga sem eru opnir á leiksvæði Fjölskyldulands.
Risaeðluvikan var haldin 21-26 nóvember og var ýmislegt gert, eins og að föndra grímur, grafa upp risaeðlur í sandkassanum, þrífa þær í sullu karinu og margt fleira.


Misstir þú af risaeðluvikunnin okkar? Ekki hafa áhyggjur við munum halda hana aftur bráðlega!

Jólaþemavikan okkar var haldin 28 nóvember – 4.desember.
Þar var meðal annars jólamarkaður, jólasull og margt fleira.

Í næstu viku verður eftirfarandi þema:
Mánudaginn 12 des – Þemadagur- jólakúlur. Klippum og límum og búum til jólakúlur!
Miðvikudaginn 14 des – Þemadagur-jólasull! Jólasull í sullu karinu okkar!
Föstudaginn 16 des – Þemadagur – Föndurdagur, búið til hendi úr porselíni!
Fjölskyldusjoppan opnaði starfsemi sína 18. Nóvember. Til að byrja með verður þetta lítil sjoppa en í framhaldinu verður þetta að litlu kaffihúsi.

Markmiðið er að senda út frétta tilkynningu vikulega um starfsemi Fjölskyldulands!
Hlökkum til að sjá ykkur í Fjölskyldulandi!