Fréttabréf – vikan 14-20 ágúst.

Heil og sæl kæru vinir!

Nú fara sumar leikjanámskeiðin okkar að ljúka og vonumst til að geta haldið þau aftur að ári. Þau gengu vel og nóg af lífi og fjöri hér á bæ í sumar.

Nú fer að líða á að Hreyfilandsnámskeiðin okkar byrji aftur á nýjan leik, eða í byrjun september og hægt er að kaupa sig á námskeiðin hér! Hlökkum til áframhaldandi samtarfi með ykkur í haust!

Kær kveðja starfsfólk Fjölskyldulands

Fréttabréf – vikan 27.mars – 2.apríl.

Við viljum minna á að það er opið alla daga frá 10-18 á leikvelli Fjölskyldulands, líka á virkum dögum!

Nú er síðasta vikan af Hreyfilandsnámskeiðum í bili. Næstu námskeið hefjast 9 maí og verða þau í 8 vikur, sjá nánar á hreyfiland.is.

Það verða sumar leikjanámskeið fyrir leikskólabörn í boði í sumar. Forsala er hafin og er hægt að staðfesta pláss með því að borga 5000kr. Hægt sjá nánar og kaupa hér.

Námskeiðin er 1 vika, fyrir eða eftir hádegi, á 24.900kr. Börnin þurfa að vera hætt með bleyju og koma með nesti.

Skemmtileg dagskrá verður í boði á námskeiðinu, föndur, leikir, tími inn í Hreyfisal og frjáls leikur á leikvellinum í Fjölskyldulandi.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskránni inni á dagatali Fjölskyldulands. Þar er oft margt skemmtilegt að fara gerast og hægt er að sjá alla viðburði þar. Sjá nánar hér

Með bestu kveðju,

starfsfólk Fjölskyldulands

Fréttabréf – Vikan 5 til 11 desember!

Heil og sæl kæru vinir!

Það er margt búið að gerast í Fjölskyldulandi síðustu vikur eða frá því við opnuðum.

Við erum t.d. í fullum undirbúningi að skipuleggja þemadaga sem eru opnir á leiksvæði Fjölskyldulands.

Risaeðluvikan var haldin 21-26 nóvember og var ýmislegt gert, eins og að föndra grímur, grafa upp risaeðlur í sandkassanum, þrífa þær í sullu karinu og margt fleira.

Risaeðluvika – málað á risaeðlur!
Risaeðluvika – Grafið upp risaeðlur!

Misstir þú af risaeðluvikunnin okkar? Ekki hafa áhyggjur við munum halda hana aftur bráðlega!

Risaeðluvika – Sullað með risaeðlur!

Jólaþemavikan okkar var haldin 28 nóvember – 4.desember.

Þar var meðal annars jólamarkaður, jólasull og margt fleira.

Í næstu viku verður eftirfarandi þema:

Mánudaginn 12 des – Þemadagur- jólakúlur. Klippum og límum og búum til jólakúlur!

Miðvikudaginn 14 des – Þemadagur-jólasull! Jólasull í sullu karinu okkar!

Föstudaginn 16 des – Þemadagur – Föndurdagur, búið til hendi úr porselíni!

Fjölskyldusjoppan opnaði starfsemi sína 18. Nóvember. Til að byrja með verður þetta lítil sjoppa en í framhaldinu verður þetta að litlu kaffihúsi.

Fjölskyldusjoppan!

Markmiðið er að senda út frétta tilkynningu vikulega um starfsemi Fjölskyldulands!

Hlökkum til að sjá ykkur í Fjölskyldulandi!