Samstarfsaðilar

Fjölskylduland mun vera í samstarfi við fjölbreyttan hóp fagfólks sem mun bjóða fjölskyldum upp á meðferðir, fræðslu og stuðning. Með gleði kynnum við fyrir ykkur stofnendur og samstarfsaðila Fjölskyldulands. Listinn er ekki tæmandi og ef þið hafið áhuga á að taka þátt og verða hluti af verkefninu er um að gera að hafa samband við okkur með því að senda póst á  fjolskylduland@fjolskylduland.is

Hreyfiland

Krisztina G. Agueda er stofnandi Fjölskyldulands.

Krisztina er hreyfiþjálfi sem sérhæfir sig í hreyfiþroska ungra barna. Hún hefur rekið Hreyfiland – fjölskylduvæna líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu – í meira en tvo áratugi. Hreyfiland býður upp á þroskandi hreyfitíma fyrir ungabörn og börn frá 3ja mánaða til 6 ára aldurs, auk markvissrar meðferðar fyrir börn með þroskafrávik.

Hreyfiland mun halda sinni starfsemi áfram í Fjölskyldulandi. Boðið verður upp á námskeið þar sem lögð verður áhersla á hreyfingu og frjálsan leik. Þessi námskeið eru fyrir öll börn og styðja ekki bara við hreyfiþroska þeirra, heldur allan þroska. Hreyfiland býður einnig upp á einstaklingsmiðaða þjálfun ætlaða börnum með þroskafrávik eða annan vanda.

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir eru stofnendur og eigendur Hugarfrelsis sem sérhæfir sig í vellíðan barna. Menntun þeirra er margþætt en hafa þær lokið diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu og eru með kennararéttindi í núvitund og djúpslökun. Unnur er einnig með háskólapróf í viðskiptafræði og Hrafnhildur grunnskólakennari að mennt.

Hugarfrelsi sérhæfir sig í vellíðan barna. Á vegum Hugarfrelsis eru haldin námskeið og fyrirlestrar þar sem börnum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi. Á undanförnum árum hefur aðferðafræði Hugarfrelsis verið innleidd í tugi leik- og grunnskóla víðsvegar um landið við góða raun þar sem aðferðirnar henta mjög vel í skólastarfi. Efni Hugarfrelsis á erindi í allt skólastarf hvort sem um er að ræða hefðbundna kennslu, námsráðgjöf, stuðning eða frístunda- og félagsmiðstöðvastarf. Hugarfrelsi hefur gefið út töluvert af kennsluefni svo sem bækur, netnámskeið, spil og spjöld til að draga úr kvíða og streitu og efla sjálfstraust og jákvæðni nemenda sem er mikilvægt í skólastarfi.