Haltu ævintýralega skemmtilegt afmæli í Fjölskyldulandi! Afmælin hjá okkur eru upplifun sem skilja eftir sig minningar sem gleymast ekki í bráð.
Svona virka afmælin í Fjölskyldulandi:
Afmæli eru haldin á virkum dögum milli 16-18 og um helgar milli 12-14. Hver afmælisveisla er 2klst í heild, þ.e. bæði leikvöllur + gluggasalur/afmælissalur. (ath það er hægt að hafa það fyrr yfir daginn á virkum dögum en flestir eru að bjóða í afmæli eftir leikskóla/skóla)
Það kostar 2.900kr á hvert barn fyrir afmæli. Leggja þarf staðfestingargjald, 10.000kr til að staðfesta bókun. Síðan er greitt afganginn á afmælisdaginn, þegar vitað er heildarfjölda gesta.
ATH. Það er ekki hægt að nota klippikort fyrir gesti í afmæli. Afmæli eru alveg aðskilin verðskrá Fjölskyldulands.
Sendu okkur endilega línu á leiga@fjolskylduland.is til að ath með lausar dagsetningar og bókun á afmælum!
Það má koma 15 mín fyrir tímann til þess að græja salinn ef það á að skreyta eða setja upp veitingar sem og taka á móti afmælisgestum.
Þið hafið salinn út af fyrir ykkur þessar 2 klst. og má því geyma allt dót, gjafir og annað á meðan leikið er á leiksvæði Fjölskyldulands.
Bjóddu gestunum að mæta 15 mínútum áður en afmælið hefst til þess að skrá sig og fá límmiða. Í boði er að mæta með afmælisköku og annað meðlæti með veitingunum.
ATH það þarf að koma með allar veitingar sjálfur, það er hægt að kaupa svala, gos, skvísur, kaffi o.fl. í sjoppunni okkar en það eru engar afmæliskökur eða pizzur þar.
Það þarf að passa að klára borða inni í gluggasal og einungis er leyfilegt að vera með veitingar þar inni á meðan afmælið er og þrífa putta áður en farið er fram að leika.
Ef að foreldrar barna eru að skilja börnin sín eftir í ykkar umsjá þurfa þau að kvitta á ábyrgðaskilmála fyrir afmæli að þau séu að leyfa foreldrum/forráðarmönnum afmælisbarnsins að bera ábyrgð á þeirra börnum á meðan afmælið er. Foreldrar þurfa að skrifa niður nafn barns, nafn þeirra og símanúmer á lista þegar mætt er.
Lágmarksfjöldi er 10 manns.